Hringrásarkerfi fyrir textílúrgang
Hvað gerir Flöff?
Flöff þróar nýjar lausnir sem gefa textílúrgangi nýtt hlutverk. Við tætum niður notaðan textíl og umbreytum honum í nýjan efnivið. Með því byggjum við upp hringrás þar sem endurnýting, sköpun og ábyrg nýting hráefna eru sjálfsagður hluti af framtíðinni.
Textílúrgangur er eitt stærsta úrgangsvandamál heimsins. Á Íslandi berast um 10 tonn af textíl á dag til sorpvinnslu, þar af eru um 95% flutt úr landi, vegna skorts á úrræðum hér heima.
Flöff vinnur að því að breyta þessu.